<$BlogRSDUrl$>

Friday, October 31, 2003

Úff ég er svo mikil húsmóðir að það hálfa væri nóg. Sko dagurinn byrjaði voða venjulega, nokkur snús og svo Cheerios og kaffi. Þar á eftir kláraði ég að sauma mér gallapils, úr afgöngum frá Láru frænku og eldaði súpu. Mér fannst nefnilega við hæfi að gera pumpkin súpu (graskerasúpu) svona í tilefni dagsins.

Ég veit að margir vilja ekki heyra þetta en eftir hádegi fórum við hjónin út að skokka og gerðum nokkrar líkamsæfingar þar á eftir, bara svona til að hafa betri móral fyrir helgina.
Pumpkin súpan sem var borðuð þar á eftir var svona góð-vond, ég allavega mæli ekkert sérstaklega með þessu. Þá er ég búin að mynda mér upplýsta skoðun á því að grasker og aðrir fjölskyldumeðlimir, s.s. spaghetti squash eru ekkert sérstök. Þar hafið þið það.

Nú svo til að bæta húsmóðurímyndina enn frekar fór ég með þvottinn í laundromattið, bjó mér til tvo eyrnalokka og er núna að baka heimagerða pizzu a la eldsmiðjan. Bara svona til að leiðrétta misskilning þá er Kiddi ekki úti í garði að baka yfir opnum eldi heldur er pizzan í ofninum.

Svo stendur til að rölta sér í bioið hér skammt frá og sjá Mystic River og tjilla kvöldið af sér.
Laugardagurinn fer svo í að rölta um Williamsburg, eins og ég hef örugglega sagt áður, og party hjá Dísu um kvöldið - gaman gaman ;)
|

Thursday, October 30, 2003

Úff við vorum að skokka áðan, held það verði svolítill tími þar til við tökum þátt í New York maraþoninu - sem á by the way að vera á sunnudaginn.

Annars hefur allt verið meinhægt þessa vikuna. Vorum að hjálpa Einari að flytja í gær en hann var að flytja úr Harlem yfir í Chelsea hverfið. Alltaf gaman að svona flutningum, við bara vonumst til að vera í þessum sporum eftir jól en það verður bara að koma í ljós eins og allt annað. Það góða við þessa flutninga var að eftir þá bauð Einar okkur út að borða í Garment District (sem er efnahverfið) og þar gerði ég stóra uppgötvun á fullt af efnabúðum. Ég gjörsamlega tapaði mér, þvílíkt mikið að búðum með flottum efnum og fylgihlutum. Ég hefði ekkert smá viljað hafa systir mína hjá mér þarna en hún kemur vonandi svo ég geti sýnt henni herlegheitin.

Dagurinn í dag hefur sem sagt farið í saumaskap og skokk, ekki slæmt það. Ég keypti annars þrjá stóra efnisbúta á 5$, sem er alveg fáránlegt. Ætla mér að sauma tvö pils úr þeim og einn topp en ég er næstum búin að sauma mér peysu í dag úr efni sem ég fékk á Orchard street - svona silfur eitthvað.

Svo er bara Hrekkjavakan á morgun. Nágrannarnir eru náttúrulega fyrir löngu búnir að tapa sér í skrautinu (eða ósmekklegheitum) en ég hef aftur á móti farið mun varlegar í það. Það er mjög skemmtilegur garður í næstu götu en hann er fullur af beinagrindum, legsteinum og alls konar fígúrum. Það fyndna við þessar beinagrindur er að þar er ein Elvis beinagrind og restin er í hljómsveit með honum- The Death Tour. Já svona getur fólk verið skrítið.

Ég hef annars ekkert nammi keypt því það kom bara einn hópur af krökkum í fyrra og ég sat uppi með fullt af nammi. Ég tækla þetta bara í staðin með því að svara ekki dyrabjöllunni ;)

Veðrið er bara hið fínasta, um 15 gráðu hiti en það á að fara upp í 20 gráður á laugardagin. Við erum að plana að fara til Brooklyn, nánar til tekið til Williamsburg, en það á að vera mjög skemmtilegt hverfi með fullt af ungum listamönnum og second hand búðum og svona.

Ég bið bara að heilsa í bili og vonast til að líftóran verði ekki hrædd úr mér á morgun....
|

Monday, October 27, 2003

Jæja nú eru gestirnir farnir ogallt hálf tómlegt eitthvað, kannski ekki skrítið en það verður alltaf eitthvað tómarúm í hjarta manns þegar einhverjir fara heim og ekki ég........

Það er búið að vera rosalega fín helgi hjá okkur sem byrjaði á tónleikum með Mars Volta á föstudaginn. Við reyndar byrjuðum í fordrykk hjá Dísu og fórum svo út að borða á mexikóskum veitingastað niðri hjá henni. Það var líka svona glimrandi gott og borðaði ég náttúrulega yfir mig eins og alltaf. Tónleikarnir voru því miður ekkert skemmtilegir, allt of mikið einka flipp á gæjunum en það hlaut kannski að koma að því að maður fer á misheppnaða tónleika.
Eftir þessar misfarir fórum við á flottasta bar sem ég hef farið á sem heitir Beauty Bar. Þetta er sem sagt gömul hárgreiðslustofa frá 1960 sem er búið að innrétta sem bar, nema hárþurkurnar og allt er þarna enn, þvílíkt snilld. Svo var kíkt á Hi Fi sem var bara fínt en ekki eins góð tónlist og síðast.

Á laugardeginum löbbuðum við um West Village og Soho, mjög gaman. Það er allvega nóg að skemmtilegum hlutum um að vera þarna, get ég sagt. Við fórum svo út að borða um kvöldið með Dísu á Outback sem er steikhús með áströlsku þema. Ég get svo svarið það að ég hef ekki borðað svona illa yfir mig síðan á síðustu Þakkargjörðarhátíð, guð minn góður segi ég nú bara. Þetta var svo gott að maður gat náttúrulega ekki hamið sig en svo var pantaður eftirréttur svona til að kóróna þetta. Ég fékk mér New York ostaköku sem er það besta sem hægt er að fá, nema þessi var þakin fljótandi karamellusósu - slef slef. Mér leið svo illa að ég átti erfitt með svefn, það verður langt þangað til það verður tekið svona á því aftur (nema ég verði búin að gleyma því stax!!).

Við byrjuðum sunnudaginn á því að fara á antik flóamarkað á 6th avenue sem hefur verið heimsóttur nokkrum sinnum áður. Við vorum svo ljónheppin að finna tröppur, eins og mig hefur langað í í nokkur ár, á aðeins 10$. Þvílík hamingja sem það var, svo mikil að við lögðum það á okkur að labba með stigan á öxlinni það sem eftir var dags og það líka í Central Park. Ég verð nú að segja það að það er miklu skemmtilegra að labba með tröppur um Central Park, þannig að ég mæli með því fyrir næstu gesti ;)
Nú svo ég komi á óvart þá enduðum við kvöldið á að fara út að borða en Stefanía og Eggert buðu okkur á mjög góðan indverskan stað sem við höfum nokkuð dálæti á. Maturinn klikkaði náttúrulega ekki en ég mundi sem betur fer eftir hamförum laugardagsins þannig að ég tók ekki alveg jafn vel á því, sem betur fer.

Áður en þau fóru í dag sýndum við þeim að lokum indverska hverfið á 74. stræti, þar sem ég versla oft í matinn og kaupi krydd. Við náttúrulega gátum ekki svikið þau um að fara með þau á besta indverska staðinn í New York svo við fórum með þau á buffet á Jackson Diner. Það mætti halda að maður hafi verið indverji í fyrra lífi en ég bara get ekki fengið nóg af indverskum mat. Staðurinn klikkaði náttúrulega ekki frekar en fyrri daginn þannig að Stefanía og Eggert fóru södd og sæl út á flugvöll áðan.

Nú og það sem tekur við, ég byrjaði áðan að slípa tröppurnar með sandpappírnum sem ég keypti í Raindew. Hvað er ekki til í Raindew spyr ég nú bara en þetta er apotek og barasta allt mugligt búð sem er í næstu götu í verslunarcenterinu hjá okkur.
Ég hef svo hafist handa við að reyna að ná í lögfræðinginn en ég ætti að ná í hann á morgun. Ekki það að ég búist við að heyra eitthvað nýtt en það má reyna.
|

Thursday, October 23, 2003

Við sendum gestina eina niður í bæ í dag, okkur leið hálf eins og fuglarnir væru að fljúga úr hreiðrinu :) Þau áttu stefnumót í kvöld við vini sína frá Ástralíuferðinni og kíktu einnig á Museum of Natural History, sem við Kiddi vorum búin að fara á áður.

Það má eiginlega segja að þetta hafi verið afslöppunardagur, fyrir utan að við fórum með þvottinn og þrifum heimilið. Ótrúlega dugleg...........

Það var nánast við frostmark í dag en næstu daga á að hlýna aftur, eins gott því ég er ekki alveg tilbúin í svona kulda aftur - en hver er svo sem að spyrja mann að því.

Annað kvöld er stór dagur en þá erum við að fara á Mars Volta tónleika, vonumst bara til að gestirnir þoli smá rokk ;) Annars er nóg að gera í tónleikahaldi því Bell and Sebastian eru framundan og svo Placebo í des, alls ekki slæmt það.

Það verður lítið um skoðunarferðir niðri í bæ á morgun en við ætlum að eyða fyrriparti dagsins í að sýna þeim hverfið okkar, fara í Target og svona en það gerast varla stærri búðirnar en það. Þetta er svona hálfgerð Hagkaupsbúð nema með aðeins meira úrvali, óhætt að segja að við höfum verslað svolítið þar.

Segjum þetta í bili, tjá
|

Tuesday, October 21, 2003

Það er óhætt að segja að maður sé búinn að labba síðustu daga - enda eina leiðin til að kynnast borginni almennilega, segja sumir. Í gær var Ground Zero skoðuð (holan þar sem World Trade Center stóð), ráðhúsið, Chinatown og Little Italy, ágætt það. Við fengum rauðleitasta mat sem ég hef séð í Chinatown og sennilega yfirfullan af MSG en ágætan samt. New York ostakakan og espresso-inn var þó aðeins betri í Little Italy.

Í dag höfum við labbað um Greenwich Village, Union Square og Broadway þar sem hann er við Soho. Auðvitað var ekki hægt að sleppa því að kíkja í nokkrar búðir og voru það nokkrir pokarnir sem fylgdu okkur heim. Eggert hefði nú alveg viljað eyða deginum í Barnes og Nobel, sem er uppáhalds bókabúðin mín, en hann var drifin áfram að tveimur kvenmönnum þannig að hann hafði voð lítið um þetta að segja.
Ég held að pizzan hjá ítölunum hafi aldrei verið jafn góð og áðan enda var maður nokkuð svangur eftir þennan dag.

Veðrið í dag var alveg rosalega fínt en því miður á að kólna eitthvað næstu tvo daga.
Planið á morgunn er að kíkja á Grand Central, New York Public Library og 34 stræti, þar sem mig grunar að kíkt verði í nokkrar búðir ;)

Annars er ég voða andlaus bloggari þessa stundina og ætla að láta þetta nægja í bili. Ég bið ykkur vel að lifa og hafið það gott.
|

Sunday, October 19, 2003

Svo mikið hefur verið að gera hjá okkur að það hefur bara ekki gefist tími til að blogga :) Stefanía og Eggert komu sem sagt á föstudagskvöld, okkur til mikillar gleði og ánægju. Að sjálfsögðu komu þau færandi hendi með ýmislegt góðgæti frá Íslandi, s.s. lambakjöt, osta, Appolo lakkrís og Tópas.
Við höfum verið dugleg að láta þau labba um alla borg og erum sennilega harðir húsbóndar að heimsækja, ekkert gefið eftir. Skipulaginu hefur verið fylgt út í ystu æsar og fórum við í gær á mjög skemmtilegan götumarkað, löbbuðum um Midtown og sáum Rockefeller Center, Saint Patricks Cathedral og Trump Tower - við reyndar ekki í fyrsta skiptið og örugglega ekki það síðasta. Við borðuðum síðan dýryndis máltíð á Spice sem er uppáhalds Tælenski staðurinn okkar og svo voru tveir pitcher-ar teknir á The Grasroot. Ferðafólkið var ekki að undra uppgefið eftir daginn en ánægð að ég held.

Deginum í dag hefur svo verið eytt Downtown þar sem við skoðuðum South Seaport Museum, röltum Wall street, skoðuðum Battery Park þar sem skúlptúrinn frá World Trade Center stendur til minjar þeirra er létust í árásinni 11. september og fórum með Staten Island ferjunni til að sjá frelsisstyttuna. Þetta er best geymda túrista leyndarmálið því það er frítt í ferjuna og þú getur farið fram og til baka á klukkutíma í staðin fyrir að borga 16$ á mann og vera enn lengur en þú nennir að vera þarna.
Það var reyndar smá beygur í manni að fara í ferjuna því svo óheppilega vildi til í vikunni að ferjan klessti á bryggjuna með þeim afleiðingum að 11 manns létu lífið og fleirir fleiri manns slösuðust og jafnvel svo mikið að missa útlimi en það þýðir ekkert að láta það aftra sér því líkurnar á að svona gerist eru svo gríðarlega litlar.

Ég fór reyndar á föstudaginn að hitta atvinnuveitanda minn og komst sem sagt að því að ég þarf ekki að sitja auðum höndum þangað til atvinnuleyfið kemur. Ég þarf að taka lyfjafræðipróf áður en ég get byrjað að vinna og það er því ekki seinna vænna en að byrja að undirbúa sig fyrir það, en þó ekki fyrr en gestirnir eru farnir.
|

Thursday, October 16, 2003

Tónleikarnir í gærkveldi voru algjör snilld. Það var þó enn meira kikk þegar við sáum þá síðast enda var það í minni sal og meiri nálægð við gæjana. Strákarnir klikkuðu þó ekki og tóku 4 ný lög sem voru öll skemmtileg en þó stóð eitt sérstaklega upp úr. Bassaleikarinn átti gjörsamlega vinninginn í töffaraskap en þeir eru allir by the way alltaf klæddir í Armani jakkaföt eða eitthvað álíka. Áður nefndur gæji var sem sagt með byssubelti þegar hann fór úr jakkanum og gjörsamlega rokkaði feitt þetta kvöld. Veit reyndar ekki alveg hvað þetta er með bassaleikara - hlýt að vera eitthvað svag fyrir þeim...

Dagurinn í dag hefur svo sem verið mjög rólegur. Eiginmaðurinn er enn að reyna að drepa mig með því að draga mig út að skokka en ég næ að naga í hælana á honum.

Svo hefur náttúrulega verið stífur undirbúningur fyrir komu Stefaníu og Eggerts. Fórum út í Farmers Market sem er hér rétt hjá í hverfinu og gerðum innkaup á mjög svo fersku og ódýru grænmeti, ég gjörsamlega missi mig þegar ég fer þangað. Annars fer maður náttúrulega ekki að klikka á skipulaginu, frekar en hinn daginn. Aðrir gestir ættu örugglega að geta dæmt um gott skipulag þannig að þetta fer allt saman vel og ætti að vera mikið fjör að hafa þau hjá okkur.
|

Wednesday, October 15, 2003

Ég skrapp til Indlands í gær eða réttara sagt í Indverska hverfið, sem er á 74 stræti á lestarlínunni okkar. Það er mjög sérstakt að koma þangað, allt umhverfið angandi í karry lykt og búðarskilti og annað á Indversku. Ég fór í súpermarkaðinn þarna til að kaupa inn fyrir kvöldmatinn og nokkur krydd. Ég veit ekki hver helmingurinn af grænmetinu og ávöxtunum er þarna, hvað þá hvað á að gera við allar þessar hveititegundir og baunir. Ég stóðst þó ekki mátið og keypti kókoshnetu á ca 30 kr. og tvo skrítna ávexti á 80 kr. Spurning hvort þetta er ætt en ef þið heyrið ekkert merira frá mér þá vitið þið afhverju.

Annars er bara íslenskt rok í dag og hellis rigning í gærkveldi. Það er því miður aðeins farið að kólna en ekki meira en niður í 10-15 stig.

Við erum að fara á Interpol tónleika í kvöld, geðveikt vægast sagt. Ég ætla að hitta Dísu og Sibbu á eftir og við ætlum að borða saman en Kiddi verður í skólanum á meðan. Svo hittum við fleiri íslendinga á bar til að hita upp fyrir tónleikana, ekki slæmt.
|

Tuesday, October 14, 2003

Það var víst eitthvað rugl með hitt viðbragðakerfið þannig að við þurftum að skipta því út. Þannig að þeir sem svöruðu hinu þurfa vinsamlegast að skrifa aftur í nýja viðbragðakerfið ;)
|
Ég fór í gær á Union Square í þeim tilgangi að hanga á Barnes and Noble, sem er uppáhalds bókabúðin mín hér, en þar getur maður setið tímunum saman við lestur bóka og tímarita á kaffihúsinu Starbucks eða setið á gólfinu. Ætla mér sko að spara mér að kaupa bók um hjúkkumál og lesa hana í staðin í búðinni en náði svo aldrei að fara þar inn vegna þess að það var svo gott veður. Keypti mér í staðin pizzusneið og lá í grasinu í sólinni og röllti svo eitthvað um þar til ég hitti Kidda í matarhléinu hans.
Endaði svo hjá Dísu í kvöldmat og hékk þar eitthvað hjá þeim fram eftir kvöldi. Þetta var svo sem ágætis mánudagur miðað við hvernig var tekið á því um helgina...

Fórum nebblega í afmælisparty á föstudagskvöldið hjá ísl. stelpu sem við þekkjum en hún og vinur hennar buðu fullt af fólki á "loftið" hans. Það var nú alveg stuð nema Kiddi óvart kveikti í buxunum sínum, sem var nú ekki stuð, því við vorum ný búin að splæsa þeim á hann. Skrítið að fólk setji sprittkerti á gólfið þegar það býst við 50 manns í party......

Nú á laugardagskvöldið var búið að plana að borða á Go með Dísu og Sibbu en það er rosa góður Sushi staður. Sushi-ið klikkaði náttla ekki og hvað þá Sake-ið þannig að við fórum þar eftir á Hi Fi. Þar á að vera besta Jukeboxið í borginni sem ber nafn með rentu en verst að við biðum í 3 tíma eftir lögunum okkar sem spiluðust aldrei.
Fórum þess í stað á Dawn Hills og tjúttuðum fram eftir nóttu. Það góða við þennan stað er að hann er smá 22, ekki slæmt það.

Það þarf kannski ekki að taka það fram að það var ekki mikið gert á sunnudaginn, nema horfa á Sex and the city á nýja DVD spilaranum okkar ;)
|

Monday, October 13, 2003

Velkomin á blogg síðuna mína. Já það kom að því að ég fór að blogga, ég sem vissi varla hvað þetta var fyrir rúmu ári síðan - eða þannig. Þetta er ætlað sem góð upplýsingaveita fyrir fjölskyldu og vini heima, sem hafa áhuga á að fylgjast með því sem er að gerast í lífinu hjá mér og mínum.
Nú og það sem er að gerast er svo sem ekki mjög merkilegt þessa dagana. Ég er enn að bíða eftir að INS (útlendingaeftirlitið) samþykki umsóknina mína en lögfræðingurinn var svo sem jákvæður á að það myndi gerast í þessum mánuði, þannig að maður bíður bara spenntur. Það er mjög fínt að vera komin til baka í New York og borgin er alltaf jafn spennandi og skemmtileg. Veðrið hefur líka verið rosalega fínnt þannig að það hefur ekki skemmt fyrir. Æðislegt að geta enn verið á stuttermabol og buxum á daginn.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?