<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, December 16, 2003

Ég hlakka bara til að fá kallinn heim. Þarf því að vakna eldsnemma í fyrramálið eða klukkan fimm. Spurning hvort maður geti kallað þetta morgunn, það er eiginlega bara mið nótt, allavega á minn mælikvarða.

Er annars að pína mig í að skrifa jólakort, þetta mjakast svona áfram. Allavega segi ég bara við þá sem eru svo heppnir að fá kort frá mér - ekki búast við skemmtilegu korti......

Jæja verð að halda áfram að vinna.
|

Wednesday, December 10, 2003

ohhh sé það eru einhver íslensk stafarugl, vona að það leiðrétti sig eins og síðast :)
|
Já það mætti halda að klakinn væri að gera útaf við mann, eins og Dí­sa var að pæla í­. En svo er nú ekki, er bara að vinna svolítið mikið og hef takmarkaðan aðgang að tölvu. Er nú reyndar að stelast núna í­ vinnunni, er það ekki það sem maður á að gera???

Fréttir er nú af skornum skammti, hitti reyndar Guggu á föstudagskvöldið og enduðum við bara í Pakkaranum. Asskoti gaman verð ég að segja þó þetta hafi verið nokkuð spaugilegt allt saman. Fyndið hvað maður er orðinn í eldri kantinum þegar maður fer út að skemmta sér á Selfossi, já maður er bara að verða gamall. Reyndar verð ég nú að segja að ég virðist ætla að halda í æskuljómann því svo skemmtilega vildi til að þegar systir mín var að kynna mig fyrir vinnufélugunum þá spurðu þeir hvor væri eldri. Mín náttla svolítið mikið montin þar sem systir mín er fimm árum yngri :-)

Ég hlakka óneitanlega mikið til að fá eiginmanninn til landsins, mikið er nú leiðinlegt að vera alltaf svona í sitthvoru lagi. Það mætti halda að maður væri sjómannsfrú eða eitthvað álíka, alltaf í úthöldum, gott allavega að það eru ekki viðhöld ;)

|

Thursday, December 04, 2003

Jæja þá er maður bara mættur á klakann. Og þvílíkur klaki sem það er, algjört kúkaveður. Það eru alltaf allir að monta sig ef það er einvher lofthiti hér meðan það er frost úti en ég er alveg búin að sjá að það er ekkert að marka það, þvílík vindkæling alltaf hreint.

Já annars hafði ég það að komast um borð í vélina, það var reyndar tvísýnt um tíma en ég veit ekki hvort ég ætti að tala mikið um það :)

Allavega hófum ég og minn heittelskaði ferðina síðastliðinn föstudag til Baltimore, þar sem ég hugðist fljúga þaðan. Við tókum kínarútuna og vorum búin að sjá út að við þyrftum ekki að fara alla leið til Washington, heldur gætum stokkið út í Baltimore. Það heppnaðist ekki betur en það að ég gleymdi bakpokanum mínum með farseðlunum, passanum og nokkrum jólagjöfum í rútunni. Það þarf varla að nefna hugaræsinginn sem greip um sig þegar þetta uppgötvaðist en til að gera langa sögu stutta bjargaði Sonja vinkona okkur gjörsamlega því hún var stödd í Baltimore og gat hringt í rútufyrirtækið og keyrt okkur alla leiðina til Washington til að ná í bakpokann. Nú svo til að kóróna allt saman bilaði bíllinn á leiðinni heim en við vorum sem betur fer næstum komin á leiðarenda, reddaðist allt saman allavega. Sonju verður seint fullþakkað fyrir þessa reddingu.

Nú svo er ég byrjuð að vinna á fullu eins og sönnum íslendingi sæmir, jólin og allt saman. Ég gæti svo sem ekki verið heppnari með vaktirnar en ég er m.a. á morgunvakt á aðfangadag og kvöldvakt á jóladag.

Jæja ætla að drífa mig heim til systur minnar en ætla að kíkja á hana fyrst á nýja vinnustaðnum. Ætla bara að árétta að allir eiga að fara í jólaklippunguna á Rauðhettu og Úlfinum.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?