<$BlogRSDUrl$>

Saturday, January 03, 2004

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og vandamenn

Lítið hefur nú verið bloggað enda annríki mikið yfir hátíðirnar. Ég get ekki sagt annað en ég hafi haft það mjög gott þrátt fyrir að hafa verið að vinna meirihlutan af jólunum en get ekki kvartað yfir vöktunum. Þetta minnir mig svolítið á þegar pabbi var að vinna sem mjólkurbílstjóri en þá var svarið yfirleitt "beljurnar hætta ekki að mjólka þó við hin höfum frí" þegar við vorum að kvarta yfir að hann væri að vinna á frídögunum. Niðurstaðan er semsagt sú, beljur og sjúklingar komast í sama flokkinn hvað varðar ástundum vinnu yfir hátíðirnar.

Veit reyndar ekki hvort allir séu sammála þessari samlíkingu......

Heljarinnar party er fyrirhugað í kvöld heima hjá systur minni og mági, það ætti að vera mjög gaman því við erum búin að hóa saman meirihluta vinahópsins. Alltaf gaman að hitta fólk og gleðjast....

Þangað til næst - ble ble
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?