<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, May 18, 2004

Sól sól og aftur sól......

Það er sko búið að vera sannkallað sumarveður hér í borg, 25-30 stiga hiti undanfarna daga. Það er sko ekki hægt að kvarta yfir því.

Júróvisíonpartýið hjá Eyjó og Lilju var svaka fínt. Horfðum á herlegheitin á netinu sem var varpað upp á vegg, algjör snilld. Hí hí, Jónsi var alveg ömurlegur. Ég er svo illa innrætt að ég var bara ánægð með það. Svo var þetta ..... bara ánægður með árangurinn. Svo var bara tekið áfram á því fram eftir degi og nóttu, fórum á Don Hills og tjúttuðum. Stjörnurnar flikkjast enn að manni, óhætt að segja það. Kiddi spottaði gítarleikarann í Stellastarr og náttla spjallaði við hann og við tókum í spaðann á honum. Kiddi selebretí spotter......

Svo var strákurinn bara að klára síðasta tímann í gær og þarf að gera ritgerð í dag og á morgun, þá er þetta búið. Hí hí hann mátaði búninginn í gær, sjitt hvað þetta er fyndin múndering.

Mamma og pabbi bara að koma á morgun og þá hefst opinbert frí hjá okkur, ekki leiðinlegt það. Ég leigði kagga í gær fyrir ferðina svo þetta er allt að smella saman.

Verst manni er farið að kvíða fyrir að flytja héðan, á eftir að sakna svo margs hér........ :( En það er svo sem ekki slæmt að búa á klakanum heldur.
|

Wednesday, May 12, 2004

Úff það er bara heitt og rakt hér í borg.

Við erum að tala um 25-30 stiga hita alla vikuna og svo bætist raki ofan á það. Ég ætla svo sem ekki að kvarta yfir þessu, átti svaka notalegan dag í gær í Central Park þar sem ég tók bara handklæði og lestrarefni með mér og flatmagaði í tvo tíma. Setti reyndar ekki á mig vörn þannig að ég er með pínulítinn roða en það er nú eitthvað sem jafnar sig í dag, ef það er ekki þegar búið að gera það.

Fór svo út í Williamsburg og fékk loksins gleraugun, ég þurfti ekki einu sinni að borga á milli þannig að ég er alveg þrælsátt við þetta. Held ég sé bara gella með þessi sko, annars er það nú annarra að dæma síðar....
Eftir þennan leiðangur fór ég aftur á Union Square og kíkti í Barnes & Noble til að velja mér bók. Ohh hvað ég á eftir að sakna þessarar búðar, ásamt svo mörgu hér.

Svo hitti ég Kidda og Einar um kvöldið fyrir framan Bowery Ballroom og við kíktum á tónleikana. Það var svaka gaman og ekki síst fyrir það að sjá Chavez og John Spencer. Hann er nú alltaf sami töffarinn og Chavez voru bara í stuði, reyndar svolítið svekkelsi að þeir tóku ekki lagið (sko hið eina sanna lag) en maður getur nú ekki gert mikið í því. Svo var Cat Power bara alls ekki flott, hún kunni varla á gítarinn hvað þá annað en hefur reyndar svaka flotta rödd. Svo heyrðum við í söngvaranum í Dinosaur JR (man ekki hvað hann heitir)sem var nokkuð fyndið því það var eins og hann hafi verið að stíga út úr trailernum sínum einhversstaðar i suðurríkjunum. Svo er ég að segja það að stjörnurnar bara flikkjast áfram að manni því ég vissi ekki fyrr en gaurinn var farinn að nudda öxlum við mig á tónleikunum seinna um kvöldið. Ég bara varð að sýna honum hringinn og segja honum að drulla sér í burtu, nei nei kannski ekki alveg ;)

Annars voru bara þrumur og eldingar í dag og ótrúlega mikil rigning. Ég var skíthrædd um að það færi að flæða aftur inn hjá okkur en Kiddi var búinn að gera svo vel við stéttina þannig að við sluppum við það. Já hann er fjölhæfur kallinn.........

Þarf annars að fara að drífa mig að sjá Kill Bill 2, ætli það verði ekki verkefni morgundagsins.........
|

Monday, May 10, 2004

Jæja þá er önnur vika gengin í garð.

Shins voru alveg með meiriháttar tónleika í gær, þvílíkt hresst og skemmtilegt band. Það var svo mikil gleði í spilamennskunni hjá þeim og þeir greinilega að fíla sig í botn að vera á Bowery Ballroom.
Fyrir tónleikana tilltum við okkur niðri í kjallara og fengum okkur öllara, ekki skemmdi sko fyrir að Moby settist allt í einu við borðið okkar þar sem það voru lausir stólar við það. Algjör töffari með stóru gleraugun sín. Stjörnunar bara hópast að manni því á næsta bás sat trommarinn í Sonic Youth, nokkuð svallt það ;)

Var annars að spóka mig niðri í bæ í dag, alltaf gaman að hanga aðeins á Union Square og skoða mannlífið. Það er einhver gaur búinn að vera þarna í hvert skiptið sem ég kem að mótmæla á fullu ríkisstjórninni og bara þjóðfélaginu í heild sinni. Það er nú bara kúl en ég er alveg undrandi hvernig hann getur staðið þarna dag eftir dag og látið móðann mása svo tímunum skipti.

Svo eru það bara tónleikar aftur á morgun en þetta eru einhverjir styrktartónleikar fyrir krabbameinssjúkann túrmanager (Jackie Farry fuck cancer benefit). Line-up'ið er sko ekki af verra taginu, Chavez og John Spencer Blues Explotion. Ég hlakka ekkert smá til að hitta töffarann aftur, það er varla til svalari maður............ (fyrir utan eiginmanninn sko :O )Svo verður svakalega gaman að sjá Chavez, er spennt að vita hvort þeir taki uppáhalds lagið mitt. Það verða nú reyndar fleiri bönd en ég man ekki alveg hvað þau heita, jú reyndar eitt, Cat Power eða eitthvað álíka.

Svo virðist bara sem þetta séu síðustu tónleikarnir okkar hér í NY, í bili allavega skulum við segja. Það verður fínt að loka hringnum í Bowery Ballroom því okkar fyrstu tónleikar hér voru þar, viðeigandi þar sem maður fer einhvernvegin alltaf í hringi.

Já segjum það í bili

|

Saturday, May 08, 2004

Ég var að halda upp á það í dag að það er vika síðan við sáum Pixies, með því að blasta þau í mp3 spilaranum hans Kidda. Ohhh ég fékk alveg gæsahúð og næstum tár í augum, váááá ég sá þau - þvílík gleði. Verst manni langar svo aftur...........

Fór annars til Williamsburg, Brooklyn, í dag í gleraugnaleiðangur (aðeins og mörg í). Þetta gekk svona upp og ofan en ég allavega labbaði út úr búðinni sátt, þetta tók þó tímanna tvenna. Hef aldrei lennt í því að þurfa að velja gleraugu eftir því hvort ég blikka í þau eða ekki, þetta hefur alltaf eiginlega verið stillingaratriði. Allavega eftir að hafa þurft að hætta við nokkur flott og áður en ég valdi second best þá kom daman í búðinni með hin einu réttu, rétt áður en ég var búin að velja önnur. Jamm svona er þetta. Ég þakka Dísu og Sibbu enn og aftur fyrir þolinmæðina og hjálpina :)

Annars er alltaf gaman að fara til Williamsburg um helgi, fullt af fólki úti á götu og svona skemmtileg stemming. Það voru einhverjir óþekktir hönnuðir að selja fötin sín úti á götu og gerði ég svaka kaup hjá þeim, tvær flíkur fyrir 10$, eða svona ein og hálf flík ;)

Annars er það bara tjill í kvöld, búin að elda kínverskar handa kallinum og svona enda verð ég að hugsa vel um hann þessa dagana. Ekkert smá mikið að gera hjá honum að skólast, þetta fer nú alveg að verða búið - gott mál það.

Já svo eru það annars bara Shins tónleikar á morgun, ekkert smá gaman. Ég er svaka spennt fyrir þessari hljómst, mæli eindregið með að fólk fjárfesti í þeim.

Yfir og út
|

Friday, May 07, 2004

Þá er bara föstudagur runninn upp enn einu sinni og engin stór plön fyrir helgina.

Enda kallinn svo upptekinn við að læra að hann má varla vera að því að líta í áttina til mín.

Þó erum við boðin í screening party í kvöld en það er verið að forsýna heimildarmyndina hennar Önnu Halldórs og kærastans hennar. Hún er sem sagt ferðafélaginn sem ég hafði um daginn þegar ég flaug frá Boston til NY. Þetta ætti að vera mjög gaman og er ég spennt að sjá útkomuna á myndinni, sem er um einhvern arnarveiðiþjóðflokk í Mongolíu.

Á morgun er ég svo búin að plata Dísu og Sibbu með mér í gleraugnaleiðangur en ég er svo ljónheppin að geta ekki notað nýju brillurnar sem ég var að kaupa. Konan í búðinni bauð mér að velja ný svo ég bara verð að gera það, hef aldrei lennt í öðru eins veseni. Hélt bara einhvernvegin að það væri alltaf hægt að stilla gleraugu á mann en nei, ekki í mínu tilviki þar sem ég blikka alltaf augnhárunum í glerin - ýkt pirró. Og þar sem ég eyddi þrem korterum í gær við að láta hana stilla þau fram og til baka án nokkurrar velgengni er ég búin að gefast upp og ætla að fá ný, þó það sé geðveikt svekkjani, Og hana nú.

Veðrið er annars búið að vera rosa gott, sól og 20-25 stiga hiti. Rakinn er reyndar heldur mikill í dag enda held ég að það eigi að koma skúr í kvöld, eða eins og kanninn segir "sturtur".

Jamm og já, hef ekki meira hugmyndaflug í bili - over and out.......
|

Monday, May 03, 2004

Þá er ég loksins komin aftur til Stóra eplisins og hvílík hamingja sem það er.

Það reyndar tók á að komast hingað því eftir rúmlega fimm tíma flug til Boston var ég í kapphlaupi við tímann til að ná rútunni til New York frá Chinatown í Boston. Eftir skjóta en hálf stressandi afgreiðslu í útlendingaeftirlitinu þaut ég í leigubíl niður í Chinatown og hékk á horni þar í hálftíma eftir rútunni. Þetta gekk sem betur fer allt upp en ég átti þá aðra fimm tíma fyrir höndum í ferðalag í rútinni + tímann sem það tekur að fara frá Manhattan yfir í Flushing Queens. Ég sem sagt var þreyttur en ánægður ferðalangur að loknu þessu ævintýri.

Svo var það náttúrulega aðal málið á föstudeginum en þá var ferðinni heitið til LA, California. Við fórum snemma um morguninn út á JFK þar sem við hittum Dísu og Einar og áttum þá fimm tíma flug framundan. Ég reyndar verð nú að segja það að ég var nú til í margt annað en fimm tíma flug en hvað gerir maður ekki til að sjá Pixies, ég bara spyr.

Við lentum rétt eftir hádegi á Californískum tíma og hver annar en Bill Murray tók á móti okkur á flugvellinum............ Ekki leiðinlegt það.
Við tókum svo flugvallarrútuna að Hertz bílaleigunni og fengum þennan fína kagga að láni. Einar var undir stýri og Kiddi á kortinu svo þetta gat ekki verið betra.

Eftir að hafa tékkað okkur inn á hótelið lá leiðinn að Santa Monica ströndinni þar sem við skoðuðum okkur um á bryggjunni þar sem tivolí er meðal annars og röltum um á ströndinni. Þar sem þetta var í fyrsta sinn sem ég kom að Kyrrahafinu varð ég auðvitað að dífa fótunum aðeins út í sjóinn en ég lét sjóböð bíða að sinni. Við röltum svo aðeins inn í Santa Monica (sem er bara hverfi í LA) og kíktum á mjög flotta göngugötu og fengum okkur að borða. Eftir alveg fína máltíð rúntuðum við í gegnum Beverly Hills og inn í Hollywood þar sem við röltum aðeins um á Hollywood walk of fame þar sem allar stjörnurnar eru í gangstéttinni og handar og fótarförin eru fyrir utan China theater. Við röltum einnig fyrir utan Kodak theater og var þetta allt saman mjög gaman. Ég hélt samt einvhernvegin að það væri meira gert úr þessum stjörnum en þetta var einhvernvegin bara venjuleg gangstétt í ekkert alltof flottu hverfi fyrir utan náttla þar sem Kodak og China theater er. Ég þoldi svo ekki mikið meira það kvöldið enda þurfti ég að jafna mig á 7 tíma tímamuni og vera til í slaginn daginn eftir.

Við lögðum svo af stað í 30 stiga hita daginn eftir á Coachella hátíðina sem er í Indio en það er cirka 3ja tíma akstur frá LA út í eyðimörkina. Eftir furðu litlar umerðartafir, þó erfitt sé að forðast þær alveg, mættum við á svæðið vel varin með sólarvörn enda veitti ekki af í 40 stiga hita og sól. Svæðið var rosalega flott og stórt náttla enda allt stórt í Ameríku. Við byrjuðum á að sjá vini okkar í Stellastarr í steikjandi hita inni í tjaldi og fórum þar á eftir til að horfa á Beck. Það reyndar gekk ekki alveg upp því það var svo mikið af fólki þar við tjaldið að við komumst ekki að og heyrðum eiginlega ekkert í honum vegna láta úr nærliggjandi tjaldi. Það má eiginlega segja að það sé það eina sem ég get sett út á hátíðina hversu tjöldin voru nálægt hvort öðru því maður gat stundum heyrt lætin frá næstu hljómsveit ef hún var hávær.
Við heyrðum síðan úr fjarlægð nokkur lög frá You will know us by the trail of dead meðal við muldum í okkur pyslu og fórum svo á Death Cab For Cutie. Það voru alveg meiriháttar tónleika og mæli ég hiklaust með að fólk kaupi sér stöff með þeim.

Það þarf svo varla að hafa mörg orð um næstu hljómst sem við sáum en upplifunin var nær yfirþyrmandi. Þvílíkir tónleikar sem þetta voru og svakalega góð keyrsla á þeim. Hver smellurinn á fætur öðrum hljómuðu og já bara meiriháttar, get eiginlega ekki lýst þessu frekar.
Radiohead voru svo á eftir og það var önnur eins upplifun þó öðruvísi enda vorum við búin að sjá þau einu sinni áður. Það var sko ekki að heyra né sjá að Thom hafi verið eitthvað slappur í hálsinum því hann var í þvílíkum gír. Það var mjög skemmtilegt hvað þau tóku í bland nýja og gamla stöffið og hljómaði það nýja mjög skemmtilega. Það spillti náttla ekki fyrir að uppáhalds lagið mitt, Lucky, var númer 3 í röðinni og það er ekki frá því að það hafi örlað á smá kökki í hálsinum. Einnig var skemmtilegt að heyra Creep sem loka lagið en Thom var bara í djókinu þegar hann söng það, skemmti sér greinilega mjög vel.

Einar og Dísa þutu eftir þetta til að sjá Kraftwerk en við einhvernvegin vorum ekki að meika það enda var maður alveg orðinn mettaður af tónlist og líkamsþreyta farin að segja til sín.

Við reyndar skemmtum okkur ekki alveg eins vel yfir að koma okkur af svæðinu en það getur valdið nokkrum erfiðleikum þegar tæplega 50.000 manns eru að reyna að komast heim til sín á sama tíma. Þetta tók þó ekki meira en einn og hálfan tíma en þá áttum við eftir að keyra í annan eins tíma að mótelinu. Þetta hafðist allt að lokum og voru það þreyttir en ánægðir ferðalangar sem lögðust til hvílu það kvöldið.

Gærdeginum vörðum við svo í LA á Venice Beach. Það var rosalega gaman að koma þangað enda fræg strönd fyrir fjölbreytt mannlíf. Veðrið spillti heldur ekki fyrir þar sem það var rúmlega 30 stiga hiti og sól en hafgolan gerði þetta allt bærilegra. Við röltum um strandlengjuna og skoðuðum sölubása, fólk dansandi á hjólaskautum og vaxtaræktartröll pumpa á Muscle Beach, en þeir hafa þarna afdrep þar sem þeir geta hnikklað vöðvana.

Allt gott þarf einhverntíman að enda og flugum við heim í nótt og komum klukkan 7 í morgun til NY. Ég mæli hiklaust með California og er það pottþétt að ég á eftir að koma þarna aftur í einhvern tíma og keyra um fylkið. Sól, strendur, pálmatré og rokk og ról - er hægt að biðja um eitthvað meira........................
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?