<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, June 01, 2004

Já það er sko búið að vera nóg að gera undanfarnar vikur. Mamma og pabbi komu í heimsókn eins og ég hef nefnt áður og var alveg svakalega gaman hjá okkur. Við keyrðum til Lancaster héraðs í Pensylvaniu þar sem Amish fólkið býr og heilsuðum aðeins upp á þau og keyrðum svo til Buffalo til að sjá Niagara fossana. Þeir eru svakalega fallegir og tilkomumiklir en við sigldum meirisegja inn í þá. Að lokum keyrðum við svo að Finger Lakes sem er vatnasvæði hér í fylki, mjög fallegt.

Já svo erum við bara búin að vera að pakka, það er nú reyndar ekkert bara því þetta er engin smá vinna. Minnið mig á að flytja aldrei aftur til útlanda. Svo er bara að krossleggja fingur og vona að allt komist heilt til skila.

Sjáumst svo bara á Íslandi í lok vikunnar......
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?